Þegar samfélagsmiðlar eru notaðir sem markaðstæki er mikilvægt að halda þeim lifandi til að viðhalda góðum tengslum við viðskiptavini. Við tökum að okkur að vakta þessa miðla. Við aðstoðum við að setja inn efni, gefum góð ráð til að koma fyrirtækinu á framfæri og að efla og bæta tengsl þess við viðskiptavini.

Við sérsníðum þjónustuleiðir að þínum þörfum þar sem misjafnt er hversu langt fyrirtæki eru komin í heimi samfélagsmiðlanna.

Dæmi um þjónustu sem við veitum á þessu sviði er:

  • Ráðgjöf við uppsetningu og útfærslu á samfélagsmiðlum
  • Markmiðasetning í markaðssetningu á samfélagsmiðlum
  • Gerð birtingaráætlana
  • Umsjón með birtingum
  • Dagleg vöktun samfélagsmiðla
  • Auglýsingaherferðir á samfélagsmiðlum og leitarvélum
  • Umsagnir viðskiptavina á samfélags- og bókunarsíðum vaktaðar og þeim svarað
  • Árangursgreining

Samfélagsmiðlaþjónusta Ritara er tilvalin fyrir fyrirtæki sem vilja nýta samfélagsmiðla til fulls í markaðssetningu og sýnleika á netinu. Fyrirtæki geta nýtt sér þjónustuna allt frá því að þiggja aðstoð við að koma sér af stað á netinu upp í það að nota þjónustuna sem alhliða lausn þar sem Ritari hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum fyrirtækisins og vöktun þeirra.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem nýta sér síður eins og TripAdvisor og alþjóðlegar bókunarsíður geta nýtt sér þess þjónustu. Ritari vaktar þær fyrirspurnir og umsagnir sem berast og sér til þess að þeim sé öllum sé svarað. Þannig kemur fyrirtækið vel fyrir og eykur þar með líkurnar á meiri sölu í framhaldinu.